Betur má ef duga skal!

Flott hjá þessum þremur lífeyrissjóðum en betur má ef duga skal. Það er góð spurning hvað þurfi að gera til þess að breyta hlutfallinu?  Kynjakvóti kemur æ oftar í hugann.


mbl.is Jöfn kynjahlutföll í stjórnum þriggja lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta í lagi?

Bleika Eldingin er hvergi nærri hætt að gera baráttuveggspjöld, þegar Bleika Eldingin horfði á umræður formanna stjórnmálaflokkanna í Kastljósi áðan varð hún hugsi þegar hún sá aðeins einn kvenmann í stólnum. Endilega hengið þetta upp á vinnustöðum um allt land - kjósendur eiga að hugsa til þessa þegar þeir gera upp við sig hvaða flokk þeir ætla að kjósa í vor! Hér er veggspjaldið í stærri útgáfu í lit og hér er veggspjaldið í stærri útgáfu svarthvítt (fyrir þá sem eru ekki með litaprentara).

 


Léttmeti í tilefni páskanna

Bleika Eldingin óskar lesendum gleðilegra páska, og sendir hér með skemmtilegt efni sem okkur barst í tölvupósti.

A Spanish teacher was explaining to her class that in Spanish, unlike English, nouns are designated as either masculine or feminine.

"House" for instance, is feminine: "la casa."
"Pencil," however, is masculine: "el lapiz."

A student asked,
"What gender is 'computer'?"

Instead of giving the answer, the teacher split the class into two groups, male and female, and asked them to decide for themselves  whether "computer" should be a masculine or a feminine noun.

Each group was asked to give four reasons for its recommendation.

The men's group decided that "computer" should definitely be of the feminine gender ("la computadora"), because:
1. No one but their creator understands their internal logic;

2. The native language they use to communicate with other computers is incomprehensible to everyone else;

3. Even the smallest mistakes are stored in long term memory for possible later retrieval; and

4. As soon as you make a commitment to one, you find yourself spending half your paycheck on accessories for it.

(THIS GETS BETTER !)

The women's group, however, concluded that computers should be Masculine ("el computador"), because:
1. In order to do anything with them, you have to turn them on;

2. They have a lot of data but still can't think for themselves;

3. They are supposed to help you solve problems, but half the time they ARE the problem; and

4. As soon as you commit to one, you realize that if you had waited a little longer, you could have gotten a better model.

The women won. 

Gleðilega páska!


mbl.is Páskaeggið opnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný jafnréttislög; góð en aðeins dropi í hafið

Á síðasta þingi voru samþykkt ný jafnréttislög, grípum aðeins niður í þessi ánægjulegu lög:

18. gr. Auglýsingar.
Auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir auglýsingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt.

19. gr. Menntun og skólastarf.
Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skal leitast við að kynna bæði piltum og stúlkum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf.

Smelltu hér til að skoða lögin í heild sinni.

Þetta er að sjálfsögðu aðeins brot af lögunum en endurspeglar vel jafnréttisanda þeirra. Í þeim er lagt blátt bann við hvers konar mismunun auk þess sem efla á rannsóknir í kynjafræði. Með lögunum á nú að brjóta á bak aftur viðtekin viðhorf karla til "hefðbundina kvennastarfa". Lögin eru skref í rétta átt en betur má ef duga skal! Næsta skref er að binda í stjórnaskrá fléttulista til bæði sveitastjórna- og Alþingiskosninga. Rödd kvenna er ekki nægjanlega hávær fyrr en hún er jöfn rödd karlanna, á þingi sem og annarsstaða.

Bleika Eldingin er ekki bundin við neinn stjórnmálaflokk, við fögnum hins vegar skýrri stefnu VG og Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar sem vilja auk hlut kvenna á þingi með reglum. Núverandi kosningakerfi hefir ekki skilað nægum árangri. Ef litið er á sögu mannkyns hefur löggjafinn ávallt þurft að grípa inní, svo konur geti fengið að njóta sömu réttinda og karlar. Gleymum því ekki, að ekki er öld síðan konur fengu kosningarétt hér á landi og þær þurftu sko að berjast fyrir honum.

Barátturödd kvenfrelsis má eigi þagna fyrr en réttlátu stjórnkerfi jafnréttis hefur verið komið á.


Er þetta í lagi?

Ef rýnt er í niðurstöður skoðanakönnunar Gallup frá 20. mars síðastliðnum er mjög áhugavert að skoða niðurstöðurnar á kosningavef Vísis, einkum og sérílagi fyrir Norð-vestur kjördæmi og Suðurkjördæmi! Ef niðurstöður kosninga yrðu eins og þessi könnun gefur til kynna þá yrðu aðeins tvær konur á þingi frá þessum tveimur kjördæmum á móti nítján körlum.

Það eru bara Vinstri-Græn sem hafa konu inni á þingi í þessum kjördæmum samkvæmt niðurstöðunni.

Hér á eftir fylgir skýringarmynd, stelpur endilega hengið þetta upp í vinnunni, sérstaklega ef þið búið í þessum kjördæmum. 

172


Hlaupið upp til handa og fóta

Dæmigert fyrir karlana, þegar frambærileg kona á möguleika á því að verða forsetaefni þá hleypur feðraveldið upp til handa og fóta og tryggja að karlaveldið líði ekki undir lok. Það yrði þvílíkt framfaraskref fyrir Bandaríkin að fá kvenkynsforseta - þó atkvæði okkar telji ekki þá máttu vita það Hillary Bleika Eldingin styður þig.

Niður með feðraveldið - áfram Hillary!

Konur geta líka gegnt forystustörfum, við erum alveg jafnhæfar og karlarnir!


mbl.is Edwards saxar verulega á forskot Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogganum til skammar

Myndskreyting þessarar fréttar er alveg til háborinnar skammar, hvers vegna var ekki valin mynd þar sem konan er í fötum? Er það skoðun Moggans að konur eigi að vera fáklæddar dúkkur fyrir karlmenn? Bleika Eldingin biður Moggann um að endurskoða þessa myndbirtingu sína.
mbl.is Sandra Bullock leikur í kvikmynd á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kórrétt

Það er kórrétt hjá Valgerði að staða kvenna þurfi að batna - eins og bent er á, á veggspjaldi sem birtist í færslunni hér fyrir neðan.
mbl.is Stöðu kvenna og barna verður að bæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta í lagi?

Bleika Eldingin hefur sett saman veggspjald sem sýnir á skemmtilegan og myndrænan hátt hversu einsleitur hópur það er sem skipar æðstu stjórnunarstöður þessa lands. Veggspjaldið er unnið með innblæstri frá vinkonu okkar henni Sóleyju Tómasdóttur og færslu sem hún skrifaði. Með því að smella hér getið þið skoðað stærri útgáfu.

i_lagi


Framboð kvenna til Alþingis árið 2011?

Bleiku Eldingunni barst þörf og réttmæt athugasemd í athugasemdakerfi moggabloggsins fyrr í kvöld, þar sem bent var á að rétt væri að skoða kvennaframboð til Alþingis árið 2011. Þetta styður Bleika Eldingin enda hallar mjög á rétt kvenna og eina lausnin er að konur stofni lista.

Bleika Eldingin sér strax fyrir sér eitt af baráttumálum: jafna með lögum hlut kvenna og karla á Alþingi.

S-S-S = Stelpur - sterkar - í sameiningu 


Næsta síða »

Tónlistarspilari

John Lennon - Woman Is The Nigger Of The Wor

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband