Betur má ef duga skal!

Flott hjá þessum þremur lífeyrissjóðum en betur má ef duga skal. Það er góð spurning hvað þurfi að gera til þess að breyta hlutfallinu?  Kynjakvóti kemur æ oftar í hugann.


mbl.is Jöfn kynjahlutföll í stjórnum þriggja lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Sófus: Með kynjakvóta er ekki verið að taka minna hæfar konur framyfir hæfari karlmenn heldur er um að ræða jafnhæfa einstaklinga. Þetta er grundvallarmisskilningur hjá mörgum sem virðast halda að þetta þýði að kona með grunnskólapróf sé tekin framyfir karl með doktorsgráðu. Þetta er ekki málið. Allir umsækjendur verða að hafa ákveðnar hæfniskröfur og þær eru auðvitað aðalatriðið. Kynjakvóti kemur inn þegar úrskurður fellur milli þeirra sem uppi standa og ræðst þá valið af því á hvort kynið hallar í fyrirtækinu þannig að þetta getur stundum hentað konu og stundum karli.

Laufey Ólafsdóttir, 18.4.2007 kl. 10:09

2 identicon

Viðar, er mikið um það að 15-18 ára stelpum sé haldið nauðugum hér á Íslandi? Ef Nei.. hvernig á þá bleika eldinginn að forgangsraða því hér á Íslandi? Er þetta ástæðan fyrir ótta þínum gagnvart innfluttum.. þú horfir á Svíþjóð en vilt "fixa vandamálið" hér?

Björg F (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 15:37

3 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Og Viðar, það eru ekki forréttindi neins þegar hlutföll kynjanna eru JÖFN (50% karlar og 50% konur). Þegar strákar eru í skóla þurfa þeir jafnan meirihluta athygli kennarans, jafnvel þó þeir séu í minnihluta í bekknum. Annars finnst þeim þeir fá minni athygli en stelpurnar. Sumir virðast aldrei vaxa upp úr þessari hugsun.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 19.4.2007 kl. 00:13

4 identicon

Sófus, hvernig stendur á því að þegar um "jafnhæfa" einstaklinga sé að ræða þá er það yfirleitt karlmaðurinn sem er jafnhæfari? Getur það staðist? það er ekkert víst að kynjakvóti leisi nenn vanda.. gæti jafnvel skapað úlfúð og togstreitu.. menn versus konur og svo fr. en er ekki tími til kominn að þið karlmennirnir og ekki bara smá hluti en allir farið og standið með konunum ykkar? Standið með okkur í staðin fyrir niður.. Og hvernig? Fyrsta skrefið væri kannski að styðja konur til valda.. hvernig væri nú það? Við höfum gert slíkt fyrir ykkur um áratugi án þess að kvarta hið minnsta..

Björg F (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 00:35

5 Smámynd: Blondie

Alltof margir virðast misskilja jafnréttislögin hérna á Íslandi.  Það er ekki jákvæð mismunum í gangi hér eins og t.d. í Bandaríkjunum þar sem einmitt eru kynjakvótar og minnihlutakvótar.  Það eru t.d. frátekin ákveðið mörg prósent fyrir hvíta í háskóla og ákveðið mörg prósent fyrir minnihlutahópa sem getur t.d. þýtt að nemendur úr minnihlutahópum geta komist inn í háskólana með lélegri einkunnir en hvítir karlmenn. 

Þetta er ekki svona á Íslandi, heldur er einmitt eingöngu litið á menntun og hæfni einstaklinganna.  Því skil ég ekki hvers vegna karlmenn þurfa alltaf að vera að taka það fram að þeir styðji konur til valda svo framarlega sem þær uppfylli þessi skilyrði.  Ég hef ekki heyrt neinn karlmann taka það fram að hann styðji karlmenn til valda svo framarlega sem hann uppfylli ákveðin skilyrði.....

Hvort sem karlmenn vilja viðurkenna það eða ekki þá er femínismi nauðsynlegur til þess að valdhafar standi á tánum og virði jafnréttislögin.  Enda leiðist mér afskaplega þessi stöðuga áníðsla á femínista og ég tel hana vera hluta af þessari klámvæðingu nútímans. 

Blondie, 23.4.2007 kl. 15:16

6 identicon

ég held að flestir sem eru að tala gegn kynjakvóta viti vel að það er ekki jákvæð mismunun í gangi hér, og séu yfir því glaðir.

 Flestir styðja eingöngu þá sem uppfylla ákveðin skilyrði, þar sem talið hér er um konur og stuðning til þeirra þá er skiljanlegt að enginn sé að tala um stuðning sinn við einstaka karla.

jákvæð mismunun er gerð til að hleypa að fólki sem einhverjum finnst minnimáttar. "við þurfum að passa að nokkrir af þeim komast inn, ef þeir þurfa að fara í gegnum það sama og allir aðrir þá mundu þau aldrei ná því, þessar elskur."

ég held að flestar konur vilji sýna sig og sanna eins og aðrir en fá ekki sérmeðferð. ég vona það allaveganna. ég mundi allaveganna skammast mín ferlega ef ég væri að segja frá nýja starfinu mínu. "já, sko ég var ekki eins hæfur og hinir en það voru 6 konur þarna fyrir en bara 4 karlmenn svo þau urðu að ráða mig..." 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 15:24

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Við  konur  eru í minni hluta við verðum sýna okkur og sanna og gera okkar besta til að við konur séum áberandi í þjóðfélaginu.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.5.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

John Lennon - Woman Is The Nigger Of The Wor

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband