Hlaupið upp til handa og fóta

Dæmigert fyrir karlana, þegar frambærileg kona á möguleika á því að verða forsetaefni þá hleypur feðraveldið upp til handa og fóta og tryggja að karlaveldið líði ekki undir lok. Það yrði þvílíkt framfaraskref fyrir Bandaríkin að fá kvenkynsforseta - þó atkvæði okkar telji ekki þá máttu vita það Hillary Bleika Eldingin styður þig.

Niður með feðraveldið - áfram Hillary!

Konur geta líka gegnt forystustörfum, við erum alveg jafnhæfar og karlarnir!


mbl.is Edwards saxar verulega á forskot Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha?? Steik.

Ég styð Clinton í forvalinu, og hún vinnur það vonandi útaf málefnunum sem hún berst fyrir, ekki vegna þess að hún er kona. Hvernig í ÓSKÖPUNUM fáið þið það út að hún sé að missa stig í skoðanakönnunum vegna karlrembu, og af hverju er hún þá að missa stig NÚNA??

Guðbergur Geir Erlendsson (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég styð Hillary, en með þungum fyrirvörum!  ...ekki vegna þess að hún er kona (kannski pínulítið) ...en hún er BESTI KOSTUR AF MÖRGUM SLÆMUM.  Er í raun afar ósatt við hennar stefnu í mið-austurlöndum til dæmis,en hinir eru ennþá verri

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.4.2007 kl. 19:44

3 Smámynd: Gissur Pálsson

Það verður stórsigur kvenna  þegar Hillary sem forseti USA lendir í Saudi Arabiu og þarlendar konur sjá að valdamesti maður í heimi er kona... og karlarnir sjá forseta..... og konu.

Gissur Pálsson, 4.4.2007 kl. 20:34

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef Hillary er eins öflug og sumir vilja meina ætti hún að geta höndlað þetta. Nema hún sé það ekki?

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.4.2007 kl. 20:43

5 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Æ nei plís plís plís, ekki falla í sömu gryfju og aðrir svokallaðir öfgafeministar hafa fallið í, sem er að mála alla karla sem óargadýr og óvini kvenna. Þið skrifið á síðunni hjá ykkur að Bleika eldingin ætli að berejast fyrir málefnalegri og heiðarlegri umræðu um stöðu kynjanna. endilega standið við það og þá náið þið miklu meiri árangri og stuðningi við ykkar baráttu.

Ég vil hinsvegar áætla útfrá þessari frétt að aukinn stuðningur við Edwards megi rekja til veikinda konu hans og þeirra viðtala sem hann er búinn að fara í ásamt konu sinni. Hann er að uppskera það sem kalla má samúðaratkvæði vegna þessarar stöðu. Fylgjumst með hvernig þetta þróast frekar en að kalla úlfur úlfur og nefna eitthvað feðraveldi sem kemur þessu ekkert við.

Takk fyrir mig 

Guðmundur H. Bragason, 4.4.2007 kl. 22:38

6 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Var ekki Thatcher búin að sanna að konur getia stjórnað? Þarf Hillary lika að gera það, - fara kannski í almennilegt stríð svo þetta sé nú allt fullsannað og kvitt?

Pétur Tyrfingsson, 4.4.2007 kl. 23:22

7 identicon

hefur edwards ekki alveg jafn mikinn rétt á því að bjóða sig fram og hillary? hvað er þetta væl endalaust.

 ég held með hillary því ég tel hana besta kostinn. mér gæti ekki verið meira sama um fjölda x litninga í henni. 

þið ættuð að prufa að dæma fólk eftir persónu þess einu sinni en ekki kyni. 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 21:18

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sbs....þú líka!  Þú ert hreinlega ekki að fatta þetta með að konur eru líka menn og helmingur þjóðarinnar!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.4.2007 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

John Lennon - Woman Is The Nigger Of The Wor

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband