Ný jafnréttislög; góð en aðeins dropi í hafið

Á síðasta þingi voru samþykkt ný jafnréttislög, grípum aðeins niður í þessi ánægjulegu lög:

18. gr. Auglýsingar.
Auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir auglýsingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt.

19. gr. Menntun og skólastarf.
Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skal leitast við að kynna bæði piltum og stúlkum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf.

Smelltu hér til að skoða lögin í heild sinni.

Þetta er að sjálfsögðu aðeins brot af lögunum en endurspeglar vel jafnréttisanda þeirra. Í þeim er lagt blátt bann við hvers konar mismunun auk þess sem efla á rannsóknir í kynjafræði. Með lögunum á nú að brjóta á bak aftur viðtekin viðhorf karla til "hefðbundina kvennastarfa". Lögin eru skref í rétta átt en betur má ef duga skal! Næsta skref er að binda í stjórnaskrá fléttulista til bæði sveitastjórna- og Alþingiskosninga. Rödd kvenna er ekki nægjanlega hávær fyrr en hún er jöfn rödd karlanna, á þingi sem og annarsstaða.

Bleika Eldingin er ekki bundin við neinn stjórnmálaflokk, við fögnum hins vegar skýrri stefnu VG og Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar sem vilja auk hlut kvenna á þingi með reglum. Núverandi kosningakerfi hefir ekki skilað nægum árangri. Ef litið er á sögu mannkyns hefur löggjafinn ávallt þurft að grípa inní, svo konur geti fengið að njóta sömu réttinda og karlar. Gleymum því ekki, að ekki er öld síðan konur fengu kosningarétt hér á landi og þær þurftu sko að berjast fyrir honum.

Barátturödd kvenfrelsis má eigi þagna fyrr en réttlátu stjórnkerfi jafnréttis hefur verið komið á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Paul Nikolov

Já, þetta er ágætis byrjun. Samt eigum við miklu vinnu fram undan.

Paul Nikolov, 8.4.2007 kl. 10:16

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér finnst að við konur eigum langt í land með jafnrétti.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.4.2007 kl. 13:05

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þetta er nefnilega góð spurning Hallur og einmitt ástæðan sem fyrir mér réttlætir kynjakvóta... til að breyta þessu viðhorfi. Fólk þarf að venjast því að konur séu á efstu sætum listanna og á Alþingi og það konur frá öllum listum. Það er líka ýmislegt við það að athuga að þeir listar sem þvertaka fyrir fléttulista hafa mjög fáar konur í efstu sætum. Hvernig verða breytingar ef þetta heldur endalust svona áfram? Það er 2007!

Laufey Ólafsdóttir, 8.4.2007 kl. 13:13

4 identicon

að mínu mati á einstaklingur aldrei að græða eða tapa á því hvaða kyni hann er þess vegna gæti ég aldrei sætt mig við kynjakvóta.

úrslit kosninga eiga að fara eftir atkvæðum, engu öðru.

og áður en þið segið "konur tapa á því að vera konur því að...". hvernig væri að sýna konum og kjósendum smá virðingu?

www.sbs.is (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 16:05

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þjóðin öll græðir á fjölbreytileika og hæfileikaríku fólki!...ekki bara mettnaðarfullum, miðaldra körlum ...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.4.2007 kl. 17:29

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...og því ættirlðu að athuga hvað felst í kynjakvóta. Hann er báðum kynjum til framdráttar.

Laufey Ólafsdóttir, 9.4.2007 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

John Lennon - Woman Is The Nigger Of The Wor

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband