Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ný jafnréttislög; góð en aðeins dropi í hafið

Á síðasta þingi voru samþykkt ný jafnréttislög, grípum aðeins niður í þessi ánægjulegu lög:

18. gr. Auglýsingar.
Auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir auglýsingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt.

19. gr. Menntun og skólastarf.
Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skal leitast við að kynna bæði piltum og stúlkum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf.

Smelltu hér til að skoða lögin í heild sinni.

Þetta er að sjálfsögðu aðeins brot af lögunum en endurspeglar vel jafnréttisanda þeirra. Í þeim er lagt blátt bann við hvers konar mismunun auk þess sem efla á rannsóknir í kynjafræði. Með lögunum á nú að brjóta á bak aftur viðtekin viðhorf karla til "hefðbundina kvennastarfa". Lögin eru skref í rétta átt en betur má ef duga skal! Næsta skref er að binda í stjórnaskrá fléttulista til bæði sveitastjórna- og Alþingiskosninga. Rödd kvenna er ekki nægjanlega hávær fyrr en hún er jöfn rödd karlanna, á þingi sem og annarsstaða.

Bleika Eldingin er ekki bundin við neinn stjórnmálaflokk, við fögnum hins vegar skýrri stefnu VG og Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar sem vilja auk hlut kvenna á þingi með reglum. Núverandi kosningakerfi hefir ekki skilað nægum árangri. Ef litið er á sögu mannkyns hefur löggjafinn ávallt þurft að grípa inní, svo konur geti fengið að njóta sömu réttinda og karlar. Gleymum því ekki, að ekki er öld síðan konur fengu kosningarétt hér á landi og þær þurftu sko að berjast fyrir honum.

Barátturödd kvenfrelsis má eigi þagna fyrr en réttlátu stjórnkerfi jafnréttis hefur verið komið á.


Upphafið að nýjum tímum

Vindar nýrra tíma munu brátt blása um íslenskt samfélag. Takist okkur í Bleiku Eldingunni að breyta því á þann veg sem mark okkar er sett á. Við munum beina sjónum okkar að:

  • Því að koma karlmönnum í skilning um að við konurnar hafa ekki jafnan rétt og þeir
  • Að kynjabarrátta er ekki bara ekki bara eitthvað einkamál okkar kvenna
  • Að sjá til þess að barráttan verði ekki bara í orði heldur á borði. Borði allra landsmanna líka borði karlanna
  • Að barráttuloginn slökkni aldrei, heldur logi að eilífu

Bleika Eldingin heldur reglulega fundi sín á milli þar sem baráttan framundan er skipulögð, en eins og þið sjáið er þetta allt í startholunum hjá okkur - en aðalbækistöðvar okkar verða hér á vefnum, moggablogginu góða.

Hafir þú áhuga á að leggja baráttunni lið með pistlaskrifum þá máttu senda pistla og greinar á bleikaeldingin@gmail.com, við birtum alla þá pistla sem samræmast okkur hugsjónum og baráttu. Hvetjum alla, konur sem kalla, til þess senda inn pistla.


Tónlistarspilari

John Lennon - Woman Is The Nigger Of The Wor

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband