Er þetta í lagi?

Bleika Eldingin er hvergi nærri hætt að gera baráttuveggspjöld, þegar Bleika Eldingin horfði á umræður formanna stjórnmálaflokkanna í Kastljósi áðan varð hún hugsi þegar hún sá aðeins einn kvenmann í stólnum. Endilega hengið þetta upp á vinnustöðum um allt land - kjósendur eiga að hugsa til þessa þegar þeir gera upp við sig hvaða flokk þeir ætla að kjósa í vor! Hér er veggspjaldið í stærri útgáfu í lit og hér er veggspjaldið í stærri útgáfu svarthvítt (fyrir þá sem eru ekki með litaprentara).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

þýðir þetta spjald þá ekki að óskastjórn Bleiku eldingarinnar er samsteypustjórn D og S

Guðmundur H. Bragason, 10.4.2007 kl. 02:16

2 Smámynd: Egill Jóhannsson

Ef nota á veggspjaldið til að ákveða hvað á að kjósa í vor þá vantar á spjaldið forkólfa Íslandshreyfingarinnar þ.e. Ómar og Margréti.

Burtséð frá því get ég ómögulega sé hvernig þetta veggspjald hjálpar til að kjósa í vor því málefni, markmið, lausnir að markmiðum og trúverðugleiki frambjóðenda hljóta að vera þeir þættir sem ráða því hvað maður kýs.

Egill Jóhannsson, 10.4.2007 kl. 02:20

3 Smámynd: Bleika Eldingin

Egill: Íslandshreyfingin er ekki með þingflokksformann, þess vegna var ákveðið að hafa hana ekki á spjaldinu.

Guðmundur: Óskastjórn Bleiku Eldingarinnar er sú sem leiðir taum jafnréttisbaráttu. Við tökum ekki afstöðu til flokka, aðeins verka. Þarna sýnum við verkin!

Bleika Eldingin, 10.4.2007 kl. 02:25

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hver er ábyrgðaraðili þessarar bloggsíðu og Bleiku Eldingarinnar?

Sigfús Sigurþórsson., 10.4.2007 kl. 02:57

5 identicon

mikið rosalega vona ég að þeir kjósendur sem kjósa bara eftir kyni haldi sig heima í maí. 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 03:30

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sbs,,,gott þá verður þú heima!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.4.2007 kl. 09:36

7 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Kæra ,,Elding."

Þó ég sé bloggvinur ykkar er ekki þar með sagt að ég gleypi hvað sem er sem þið segið! Er ekki skynsamlegra að taka þetta með stillingu en æsingu? Hvaða spjöld koma næst??

Sveinn Hjörtur , 10.4.2007 kl. 09:58

8 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Tek undir með Sveini.

Þessi jafnréttisbarátta öfgahópa er komin út fyrir allt velsæmi.  Hreinlega til skammar fyrir duglegar konur í samfélaginu.  Á Íslandi er unnið ötullega að jafnréttismálum, vissulega er margt sem mætti betur fara en baráttan hjá sumum öfgahópum er komin á villigötur.  Þetta snýst ekki lengur um jafnrétti heldur eitthvað allt annað. 

Örvar Þór Kristjánsson, 10.4.2007 kl. 10:38

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skil hvað þið eruð að meina.  Málið er að það er dálítið erfitt að fá konur til að leiða bæði lista og flokka.  Margrét hefði getað verið þarna hjá F.  En hún tapaði í kosningu, það er jafnrétti.  Það þarf svolítið að róa í konum til að fá þær til að gera sig meira gildandi í umræðunni.  Þær þurfa lika að líta í eigin barm og spyrja sig hvort þær geti ekki gert betur ?En ég er sammála þessu þarf að breyta, við þurfum sjónarmið kvenna meira inn í landsmálin.  Spurningin er bara hvernig.  Það er ekki körlum endilega að kenna hve hlutur kvenna er í raun og veru rír.  Heldur þessi endalausa minnimáttarkennd margra kvenna, og svo samviskusemin.  Við þurfum alltaf að vera 100% til að þora.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2007 kl. 12:15

10 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Það er eitt sem vantar á þetta plagg og það eru varaformennirnir. Oft gerist það að þeir verða arftakar formannanna svo það hefði verið eðlilegt að hafa þá líka. Þá væri líka greinilegt hverjir láta verkin tala

Ágúst Dalkvist, 10.4.2007 kl. 13:05

11 identicon

anna... þarna hittirðu naglann á höfuðið, það er ekki þröngsýna fólkið sem einbeitir bara á kyn fólks sem kýs fólk eftir kyni, það er fólkið sem finnst kyn ekki skipta máli.

 bravó. þú átt skilið homeblest köku.

www.sbs.is (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 14:10

12 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Það var Ásthildur sem hitti naglann á höfuðið, vandamál kvenna er samviskusemin og minnimáttarkenndin. En það er ekki þar með sagt að það sé þeirra vandamál, því þær eru bara ólíkar körlum að þessu leyti. Karlar demba sér bara í hlutina og hafa ekki áhyggjur af því að mistakast, þeim finnst það allt í lagi. Konur hugsa málið til hlítar og finnst ekki í lagi að mistakast. Þess vegna þarf að hvetja konur sérstaklega til að fara út í pólitík og sækja um stjórnunarstörf o.s.frv. Það er fullt af hæfum konum þarna úti! Viðurkennum bara mismuninn á konum og körlum og að þessi karllægi heimur hentar bara ekki öllum!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 10.4.2007 kl. 16:54

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég held að við konurnar hafa mikla minnimáttarkend  og þori ekki gegn körlum í pólitík.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2007 kl. 17:33

14 Smámynd: halkatla

þetta er reyndar bara ljótt veggspjald, það er útaf kallinum sem er annar frá hægri í efstu línu.... -

halkatla, 10.4.2007 kl. 17:40

15 Smámynd: Bleika Eldingin

hallur: það er ekkert sem segir að þú þurfir að koma undir nafni á bloggsíðunni þinni. Þó að við vitum að þú heitir Hallur erum við samt ekkert nær því að vita hver þú ert, ergo: nafn þitt skiptir ekki máli í þessari umræðu.

Bleika Eldingin, 10.4.2007 kl. 18:10

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er umhugsunarefni hvernig við snúum okkur að því að koma fleiri konum á framfæri.  Það er ekki hægt að neyða neinn til að taka þátt, eða standa í stafni.  Þess vegna þurfa konur að íhuga stöðu sína, og hvort þær verði ekki bara að stökkva í nafni málefnisins.  Það eru margar mjög hæfar konur þarna úti.  Þær vilja bara ekki vera í forsvari.  Ég verð að segja að þær áherslur sem feministar leggja upp með eru einhvernveginn ekki að skila árangri.  Það vekur meira upp andstöðu karlmanna, og setur áreiti á sambandið milli karla og kvenna.  Það þarf nýja leið sem er sáttaleið milli kynjanna. 

Mér dettur í hug smásaga.  Á kvennafrídaginn þarna um árið, þá var ég heimavinnandi húsmóðir og mamma.  Ég sagði mínum manni að ég ætlaði að fara út og hitta aðrar konur.  Hann tók það ekki í mál, sagðist ekki geta verið heima og gætt barnanna. 

Ég einfaldlega læddi mér á lappir fyrir kl. 6 um morguninn þegar þessi elska var í fasta svefni, og fór heim til vinkonu minnar, ég eyddi svo deginum í hópi kvenna, tók þátt í öllu og skemmti mér konunglega.  Þegar ég kom heim var bóndinn og börnin sofnuð.  En viti menn, daginn eftir bjóst ég við einhverjum ónotum.  En þá kom í ljós að hann var virkilega montinn af spúsu sinni að hafa sýnt þetta sjálfstæði.  Við þurfum nefnilega stundum að standa á okkar málum sjálfar.  Taka ákvörðun inn á heimilinu og standa við hana.  Hver og ein.  Auðvitað er gott að hafa baráttusamtök, en þau mega ekki verða til þess að fara með málið ofan í skotgrafir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2007 kl. 11:26

17 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ég er ekki sammála Ásthildi að femínistar séu með verkum sínum að vekja upp meiri andstöðu hjá karlmönnum, ég upplifi það allavega ekki svo.

Mjög margt fólk, bæði konur og karlar, eru á móti því sem femínistar boða t.d. að það eigi að kjósa og ráða eftir kyni en málefnatilbúnaður femínista er ekki til þess samt að fólk vilji ekki kjósa konur.

Hvað sem hver segir þá eru konur og karlar mjög ólík ef maður lítur á heildina. Það að ekki skuli vera meira kynjajafnrétti í stöðuveitingum á sér einfaldlega líffræðilegar skýringar.

Mín kynslóð er alin upp við það að tækifæri karla og kvenna séu jöfn. Stúlkur hafa séð hvert karlavígið falla á fætur hvert öðru en það dugar samt ekki til þess að konur sækist eftir stjórnunnarstöðum í miklum mæli.

Það kom fram í fréttum sjónvarpsins í gærkvöldi að helmingi færri 15 ára stúlkna en drengja geta hugsað sér að vera í stjórunnarstöðu um þrítugt. Er ekki þar sem hundurinn er grafinn?

Ágúst Dalkvist, 11.4.2007 kl. 11:55

18 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Fatta ekki alveg lógíkkina í spaldinu. Fóru ekki leikar 5-1 fyrir kallaliðið í Kastljósþættinum? Hvað er Hjálmar Árna að gera þarna? Svo er einhver önnur kona á spjaldinu? Er það einhver óskhyggja? Þetta er nú annars mjög póst-módernískt og skemmtilegt. Ég bíð eftir súrrealísku spjöldunum. Annars held ég að Ágúst hitti naglann á höfuðið: Hundurinn liggur grafinn í því að femingarstúlkur eiga sér ekki þann draum að komast í stjórnunarstöður. Ég vissi að það væri eitthvað að fremingarfræðslunni?

Pétur Tyrfingsson, 11.4.2007 kl. 15:16

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bleika eldingin er að BIRTA STAÐREYNDIR....svona er þetta 2007 og það er vandamál! Ekki bara vandamál kvenna, heldur karla líka!

Skilningur hlytur að vera lykilorðið.  Skilningur kvenna á körlum og ekki síður, skilningur karla á hinni  nýju stöðu kvenna!

ps

Homeblest er frábært...takk, takk.  Ég kem með kaffið! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.4.2007 kl. 20:43

20 identicon

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 23:36

21 Smámynd: Andrés.si

Það er nóg að skoða út á götu þar sem krakkar dópa sig og bera saman við nýja stöðu kvenna.  :)   Skóla kerfi á ekki að ala upp börn því ný staða kvenmanna er öðruvissi en var.  Enda eru mæður ekki til lengur. Bara konur sem geta og hinar sem geta ekki eignast börn.

Ein og ein alvöru kona varla sést á milli alla karla. :)

Andrés.si, 14.4.2007 kl. 01:40

22 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bleika elding, ég bíð spennt eftir fleiri veggspjöldum!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.4.2007 kl. 12:07

23 identicon

Það er nú meira hvað sumir eru viðkvæmir fyrir staðreyndum.. Halló folkens.. Hvernig væri nú að hætta að skammast í Bleku eldinguna og koma í staðin með einhverjar lausnir á launamissrétti kvenna og hvað opinberar stjórnunarstöður eru eingöngu skipaðar karlmönnum. Og Pétur minn kæri, það er bull og kjaftæði að um þær stöður séu ekki konur sem sækja um... Hvað er eiginlega að ykkur..? Viljiði raunverulegt jafnrétti hérna eða ekki? Hverjir eru það sem tala af offorsi hérna? Jeremías..

Björg F (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 20:45

24 identicon

Hjördís, Hvað hafa mörgum konum verið boðið sendiherrastaða síðastliðin tíu ár? Og nú spyr ég um boðið.. það eru fáir sem sækja um slíkt.

Björg F (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 18:52

25 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Góður punktur Björg..þetta er inni byggt í menningu okkar...ennþá!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2007 kl. 07:18

26 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er frekja að yfirtaka bleika litinn, við karlmenn eigum hann líka, og það á að klæða unga drengi í bleikt og ungar stúlkur í blátt.

Burt með lita rasisma.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.4.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

John Lennon - Woman Is The Nigger Of The Wor

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband