Er þetta í lagi?

Ef rýnt er í niðurstöður skoðanakönnunar Gallup frá 20. mars síðastliðnum er mjög áhugavert að skoða niðurstöðurnar á kosningavef Vísis, einkum og sérílagi fyrir Norð-vestur kjördæmi og Suðurkjördæmi! Ef niðurstöður kosninga yrðu eins og þessi könnun gefur til kynna þá yrðu aðeins tvær konur á þingi frá þessum tveimur kjördæmum á móti nítján körlum.

Það eru bara Vinstri-Græn sem hafa konu inni á þingi í þessum kjördæmum samkvæmt niðurstöðunni.

Hér á eftir fylgir skýringarmynd, stelpur endilega hengið þetta upp í vinnunni, sérstaklega ef þið búið í þessum kjördæmum. 

172


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Svona mætti búa til fyrir öll kjördæmin. Áfram stelpur!

Laufey Ólafsdóttir, 5.4.2007 kl. 13:27

2 identicon

þar sem þetta er vilji kjósenda þá er þetta auðvitað í lagi. ekki ætlist þið til þess að kjósendur fái ekki að ráða úrslit kosninga?

www.sbs.is (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 14:25

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég verð að segja: "Áfram stelpur!.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.4.2007 kl. 14:52

4 Smámynd: Bleika Eldingin

SBS - þarna hafa flokkarnir valið fyrirfram hvað stendur kjósendum til boða - er þetta val þeirra ásættanlegt? Við segjum nei, það er fáránlegt að sjá þessar tölur.

Bleika Eldingin, 5.4.2007 kl. 19:39

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þetta mer ástæðan fyrir því að ég ætla að kjósa VG...er alls ekki málefnalega sammála.

Þess vegna vil ég líka stofna nýjan Kvennalista! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.4.2007 kl. 21:07

6 identicon

voru þessir menn ekki kjörnir í prófkjörum?

www.sbs.is (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 21:14

7 identicon

Nei þetta er ekki í lagi..  Og annað ef kosningarúrslit verða slík að karlar skipa 3 efstu sætin þá ætti að gæta að jafnræðisreglunni... Hvenær ætla nú flokkar að fara að taka upp á því??

Hefur Íslandshreyfingin ekki komið með fram með neinn lista í þessu kjördæmi?

spyr ein voðalega vongóð ..

Björg F (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 01:58

8 Smámynd: Bleika Eldingin

Íslandshreyfingin kemur með lista eftir páska - því miður valda þau nú líklega ekki neinni kúvendingu.

Bleika Eldingin, 6.4.2007 kl. 02:07

9 identicon

"Og annað ef kosningarúrslit verða slík að karlar skipa 3 efstu sætin þá ætti að gæta að jafnræðisreglunni..."

semsagt atkvæði eiga ekki lengur að segja til um hverjir stjórna þjóðinni?

vilji fólksins getur bara farið norður og niður...

www.sbs.is (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 03:11

10 identicon

sbs... Mér sýnist á öllu að þér vantar smá viðsýni.. sjá hlutina í stærra samhengi.. en það er nauðsynlegt ef maður ætlar að geta séð hlutina frá fleiri hliðum.  Það er holt og nauðsynlegt hverjum einstaklingi að setjast aðeins niður og pæla í því hvernig maður hugsar,  hvaða hluti maður er að verja og ekki minnst.. fyrir hvern..   

Björg F (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 12:26

11 Smámynd: Samfylkingin Norðvesturkjördæmi

Mín elskuleg. Það er nokkuð ljóst að konur í Samfylkingunni hafa ekki komið vel út úr opnu framboðunum. Það er eitthvað sem ekki er hægt að breyta úr þessu. Í mínu kjördæmi, Norðvesturkjördæmi, skipar Anna Kristín Gunnarsdóttir 3ja sætið. Þegar kosningabaráttan hófst leit út fyrir að Norðvesturkjördæmi myndi missa einu sitjandi þingkonuna af þingi. Nú er svo komið að einungis vantar 400 atkvæði upp á að koma henni á þing. Og það fyrir karl. Ef svo myndi fara þá myndi þingkonuhópur Norðvesturkjördæmis tvöfaldast. En bendi jafnframt á að 7 karlmenn kæmust á þing. 

Ég veit að við munum halda Önnu Kristínu á þingi.

Anna Kristín á þing og tveir karlar auki - XS  

Samfylkingin Norðvesturkjördæmi, 6.4.2007 kl. 12:51

12 identicon

Lýðræði skíðræði. Það er ekki að virka, ef konur komast ekki að. Þannig er það nú bara.

Á meðan kynjakerfið er við lýði, verðum við að setja okkur reglur sem tryggja konum sæti. Leiðinleg staðreynd en sönn!

-Og glætan að ég myndi vilja kjósa Samfylkingu í Norðvesturkjördæmi sem ekki hefur meiri metnað en að setja tvo kalla í efstu sætin. Þá er nær að kjósa flokk sem hefur alvöru metnað og tryggir jafnan hlut kynjanna á framboðslistum sínum. Nefni engin nöfn...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 21:25

13 Smámynd: Bleika Eldingin

Innilega sammála þér Sóley - það þarf að taka til róttækra aðgerða þegar við sjáum hluti eins og í norð-vestur- og suðurkjördæmi. Það getur enginn sagt að það séu ekki nema tvær konur sem hafi áhuga á þingsetu úr hópi íbúa þar.

Þeim mun síður að það sé vilji kjósenda að nánast eingöngu karlar komist á þing, eins og SBS ýjar að. 

Bleika Eldingin, 6.4.2007 kl. 22:45

14 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

"Og glætan að ég myndi vilja kjósa Samfylkingu í Norðvesturkjördæmi sem ekki hefur meiri metnað en að setja tvo kalla í efstu sætin. Þá er nær að kjósa flokk sem hefur alvöru metnað og tryggir jafnan hlut kynjanna á framboðslistum sínum. Nefni engin nöfn"

Þetta er mjög barnalegt viðhorf hjá þér Sóley. Samfylkingin í NV hafði prófkjör, þetta er niðurstaðan. Það virðist ekki henta sumum að lýðræðislegar leiðir eru farnar til að velja á listana. Við ÆTLUM okkur að halda Önnu Kristínu á Alþingi. Enda hefur hún sýnt svo um munar að hún á það sæti skilið. Ég átti aldrei vona á því að Sóley myndi styðja okkur í þeirri baráttu.

Samfylkingin er eina vonin til þess að koma konu í stól forsætisráðherra í þessum kosningum. Það held ég að yrði mikilvægt skref í jafnréttisbaráttunni, eins og ég nefni á bloggi mínu.

Eggert Hjelm Herbertsson, 7.4.2007 kl. 11:52

15 identicon

björg f. þó að ég sé ekki sammála ykkur um að lýðræði sé ekki rétta leiðin þá merkir það ekki að ég hafi ekki viðsýni. ég  hef bara aðrar skoðanir en þið.

að mínu mati á fólk að vera kosið, vilji fólksins á að standa. það á ekki að skipa fólk á alþingi.

ef fólkið treystir best 3 körlum að stjórna, þá hefur fólkið fullan rétt á að kjósa 3 karla. ef fólkið vill 3 konur til að stjórna, þá kýs það 3 konur.

það er ekki ykkar að föndra úrslit kosninga.

og hversu lítið eruði að gera úr konum sem bjóða sig fram?

"eina leiðin til að við getum fengið ykkur kjörnar er að neyða fólk til að hafa ykkur"

frábært...

www.sbs.is (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 14:22

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hræðilega eru karlarnir hérna móðursjúkir og barnalegir! Halda greinilega að allir þessir karlar séu "stóri sannleikur" og vilji fólksins?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.4.2007 kl. 17:27

17 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Ég geri ráð fyrir að Sóley Tómasdóttir sé að tala um Framsókn, þar sem kynjahlutföll eru svo jöfn sem frekast má. Þrjár konur leiða lista og þrír karlar, 63 konur skipa listana í heild sinni og 63 karlar og hlutfall kvenna er jafnvel enn betra þegar skoðuð eru 4 efstu sætin, því þar eru konur 14 og karlar 10.

Það væri því sérstaklega hagstætt fyrir Framsókn ef Bleika eldingin héldi áfram að stilla upp svona kynjafræðilegum úttektum fyrir fleiri kjördæmi. Eða er meiningin ekki að sýna heildarmyndina?

Helga Sigrún Harðardóttir, 9.4.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

John Lennon - Woman Is The Nigger Of The Wor

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband